Skilmálar


Með því að leggja inn pöntun hjá Belleza.is, hér eftir nefnt Belleza, samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Hafir þú frekari spurningar þá endilega hafið samband með því að senda póst á belleza@belleza.is

 

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning innan sólahrings frá kaupum, hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara/vörur aftur í sölu.

Reikningsnúmer: 552-26-1273

Kennitala: 550818-2130

Sendingarmáti

Ef vara er pöntuð eða greidd eftir 12:00 fer varan í póst næsta virka dag. Pakkinn er sendur á næsta pósthús.

Pantanir eru sendar með Íslandspóst. Hægt er að velja um tvær sendingarleiðir, senda á næsta pósthús eða senda heim að dyrum. 700kr. sendingagjald er til að láta senda á næsta pósthús og 1400kr ef senda á heim að dyrum. Sendingargjald er ábyrgð fyrir pakkanum þínum ef hann týnist hjá póstinum. Ef varan skilar sér ekki endurgreiðum við hann að fullu eða þú færð nýja vöru senda þér að kostnaðarlausu.

Varan er 2-4 virka daga á leiðinni frá póstinum nema annað sé tekið fram.

Ef þú velur að sækja vöruna til Belleza en hún átti að hafa farið í póst er best að hafa samband í síma 846-1273 og við kippum því í lag.

Ef varan er sótt

Hægt er að sæka vöruna til okkar.

Þegar gengið hefur verið frá pöntun og sá valmöguleiki valinn að sækja vöruna er best að hafa samband í síma 846-7695.

 


 

Vöruskil

Hjá Belleza er tveggja vikna skilafrestur, nótu eða afrit af vörukaupum þarf að sýna þegar vörunni er skilað. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi og innsigli má ekki vera rofið. Hægt er að fá inneignarmiða, nema ef um galla er að ræða þá er hægt að fá endurgreitt. Ef þú vilt skila hafðu er best að hafa samband við okkur á netfangið belleza@belleza.is, eða með því að senda okkur skilaboð á Facebook (@bellezaisland).

Galli

Ef vara reynist gölluð eða innsiglið er rofið fyrir, ber að tilkynna okkur  það sem fyrst og við endurgreiðum þér vöruna, eða sendum nýja.

Fyrirvari

Belleza.is áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, og myndir eru birtar með fyrirvara um myndabrengl. Belleza áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Belleza heitir kaupanda fullum trúnðai um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sendingar úr kerfi Belleza kunna að nota persónuupplýsingar s.s búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætið afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.

Heimili og varnarþing

 Heimili félagsins er að Suðurhólum 35, 111 Reykjavík.

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Belleza Import ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum